Ferill 443. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1988–89. – 1058 ár frá stofnun Alþingis.
111. löggjafarþing. – 443 . mál.


Nd.

1275. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 67/1971, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr. í Nd., 19. maí.)



1. gr.

    Á eftir f-lið 29. gr. laganna komi nýr stafliður svohljóðandi:
    Sjúklingar sem eru til meðferðar á sjúkrastofnunum, sem starfa samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, og heilsutjónið eða örorkan er vegna læknisaðgerða eða mistaka starfsfólks sem starfar á þessum stofnunum.

2. gr.

    5. mgr. 34. gr. laganna orðist svo:
    Örorkubætur greiðast ekki ef örorkutapið er metið minna en 10%.

3. gr.

    Síðasti málsliður 1. mgr. 36. gr. laganna orðist svo: Þá skal árlega ákveða í fjárlögum framlag til að standast kostnað af bótum vegna þeirra sem um getur í f- og g-lið 29. gr.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.